27.5.2008 | 19:44
Hann tók hann ekki hálstaki
Jesús, hættið að ýkja þetta svona rosalega.
Bætt við 28. maí: Og í guðanna bænum, ég veit að löggan hefði ekki átt að missa sig, hættið núna að benda mér á það.
Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 28.5.2008 kl. 23:55 | Facebook
Athugasemdir
Hvað ertu að bulla ? Er hálsstak ekki skilgreint sem tak á hálsi ? Horfðu á blessaða myndbandið áður en þú ferð að tjá þig.
Stebbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:14
Jón Aldar Samúelsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:24
Jú, sem hann gerði ekki. Hann tekur í bolinn hans og hnakkann á honum
Gunnar Gylfason, 27.5.2008 kl. 20:25
Jeminn eini ertu algjörlega blindur ?
http://www.youtube.com/watch?v=s94LWNcz2zc horfðu frá sek 7 að sek 9 og segðu mér hvar vinstri höndin hans er. Hún er ekki á bolnum heldur á hálsinum.
Það er enginn tilgangur að taka mann hálstaki til að ná honum niður. Ef þú mundir vita eitthvað um hvað eru fagleg vinnubrögð við svona aðstæður mundirðu sjá að þetta er ekkert nema líkamsárás.
Stebbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:28
Hann réðst á grey strákinn...
Egill (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:28
Hann gerir það síðan aftur greinilega á 11sek. Ekki ertu að segja mér að þú sjáir þetta ekki ?
Stebbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:29
Stebbi, horfðu á hægri höndina, hún fer á bolinn. Vinstri höndin fer þarna á milli axlarinnar og hálsins.
Ég er ekki að segja að þetta séu fagleg vinnubrögð, hann hefði ekki átt að snappa svona, een þetta er ekki næstum því jafn gróft og fólk segir.
Gunnar Gylfason, 27.5.2008 kl. 20:32
Allt of gróf viðbrögð... bara rugl. Mesta ruglið finnst mér þó að hinar löggurnar grípa ekki inní, heldur reyna bara að passa að hann fái að halda áfram ruddaskapnum.... alveg rooosalega óheppilegt fyrir þá að þetta náðist á myndband... þeir ættu öllum að vera vikið úr starfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.
Árni (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:45
Mér finnst að þeim ætti bara að vera vikið úr starfi.
Ef þú "snappar" svona eins og Gunnar segir útaf einhverju sem 17ára gutti segir við þig áttu ekki heima í lögreglunni.
Stebbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:48
"Ef þú "snappar" svona eins og Gunnar segir útaf einhverju sem 17ára gutti segir við þig áttu ekki heima í lögreglunni.
Stebbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:48"
hef aldrei haldið því fram, hinsvegar þykir mér leiðinlegt hvað fólk ýkir videoið mikið.
Gunnar Gylfason, 27.5.2008 kl. 20:54
Guð minn góður, að ýkja þetta svona?
Drengurinn er þarna blásaklaus, ekki nóg með það heldur tekur hann vel í það að bíða eftir lögreglunni þegar verslunarstjórinn segist vera búinn að hringja á hana útaf því hann telur þá vera að stela. Þegar lögreglan kemur svo þá gerir hann nákvæmlega það sem hún biður um, þar á meðal að tæma vasana og svo þegar hún ætlar að gerast ágeng og ætlar INNÁ NÆRBUXURNAR á greyið barninu þá er ekki annað en von en hann sé ekki á því. Þá snappar maðurinn, ræðst á hann, tekur hann hálstaki og snýr hann niður á frystikistuna. Svo handjárnar hann drenginn og hendir honum inn í bíl..
Ef þetta er ekki gróft þá veit ég ekki hvað.
Þ (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:07
Blásaklaus hvað ? þú veist akkurat ekkert um það hvort hann er blásaklaus eða ekki, afgreiðsludaman hefur haft góða ástæðu til að hringa í lögguna, það er helvíti hart ef búðirnar þurfa að ráða dyraverði í matvörubúðirnar svo starfsfólkið fái vinnufrið, frið fyrir unglingum sem eru eingöngu að angra starfsfólkið og rífa kjaft, ef þú ert ekki að versla þá áttu að vera úti búðirnar eru ekki félagsmiðstöð fyrir unglinga pungtur. Og ég get ekki séð það að lögleglan sé að reyna að kirkja drenginn þó hann taki aðeins í hnakkadrambið á honum ég vona svo sannarlega að þetta verði unglingunum víti til varnaðar sem eru að brúka kjaft við náungan hvort sem hann er laganna vörður eða ekki.
Ragna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:25
Þ
Þú ert fullkomið dæmi um það sem ég er að segja. Ef þú hlustar vel heyrist segja í drengnum: "Ég er ekki með neitt meira!"
Gefur sterklega í skyn að hann hafi verið með eitthvað, er það ekki?
"Þegar lögreglan kemur svo þá gerir hann nákvæmlega það sem hún biður um, þar á meðal að tæma vasana"
Löggan biður hann margsinnis um að tæma vasana en hann neitar alltaf
Löggan tekur hann ekki hálstaki, heldur tekur nálægt hnakkadrimbinu á honum
Og dæmi um meiri ýkjur: "Svo handjárnar hann drenginn og hendir honum inn í bíl.."
Hvernig þykist þú vita það? Sástu það í videoinu líka ásamt blásaklausa drengnum?
Ég þekki kauða persónulega og veit að hann hefur oft lent í basli við lögguna, hann er vandræðagemsi.
Gunnar Gylfason, 27.5.2008 kl. 22:38
Held að flestir hérna eru reiðir út í þetta mál af skiljanlegum ástæðum. Skiptir litlu máli hvað gerðist þarna á undan, ekkert réttlætir það sem gerðist.
Margir hérna halda að Gunnar sé eitthvað að styðja þessar aðgerðist. Hann er bara að benda á að fyrst þegar lögreglan tekur utanum hann þá tekur hún hann ekki hálstaki heldur greip í bol hans og hnakka. "Stebbi, horfðu á hægri höndina, hún fer á bolinn. Vinstri höndin fer þarna á milli axlarinnar og hálsins.
En jafnvel þótt að Gunnar hafi rétt fyrir sig um upphafin af afskipti þeirra þá breyttist þetta fljótt. Drengurinn færist frá lögreglumanninum og þegar það gerist þá fer takið utanum hnakkan hans og færist að framanverðu og þar af leiðandi er hann nú kominn með hendina utanum háls hans í stað hnakka. Og þar af leiðandi hefur Stebbi einnig rétt fyrir sér.
Við vitum ekkert um hvort drengurinn er sekur um skemmdaverk, tilraun til hnuppls, að rífa kjaft harkalega við lögregluna áður en myndskeiðið byrjar, eða sé blá saklaus. Hann gæti þessvegna hafa reynt að hnuppla og losað sig við það sem hann var með. Hver svo sem sannleikurinn er, þá er ekki hægt að réttlæta þessi viðbrögð.
Jakob Sv. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:14
Stoppið á ramma 00:08, lo and behold, stoppið svo rammanna sem koma þar á eftir. Einnig er þetta vel augljóst á remix videóinu sem er þarna líka.
http://www.youtube.com/watch?v=2-51AzPcpUA&feature=user
Alfreð Símonarson, 28.5.2008 kl. 00:03
Þetta er bara algjörlega óafsakanleg hegðun hjá lögreglumanninum. Og þú þarna Alfreð: ertu staurblindur... þetta er fullorðinn maður sem ráðst á strák grey, það er ekkert saklaust í þeim efnum.
skotta (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:59
Ég fór fyrir 5 árum inn á lögreglustöð til að gefa skýrslu vegna vinnuslys.
Eftir það fékk ég mér kaffibolla með varðstjóranum og hann sagði mér af fyrra bragði, að hann hefði áhyggjur af því hversu margir óæskilegir menn væru komnir og að koma í lögregluna. Ég hef sjálfur fengið morðhótanir frá starfandi lögreglumannni, út af kvennamálum. Þegar lögregluni var tjáð frá því þá var svarið að ég ætti "bara að berja hann, ef hann kæmi" Þetta gerðist út á landi.
Gummi H (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 02:33
Gunnar. Það gæti hafa verið að hann hafi verið beðinn um að tæma vasana og hann hefði verið með lykla og eitthvað og þessvegna sagst ekki vera með neitt meira. þarf ekki endilega að þýða að hann hafi verið með einhvern ránsfeng á sér...
Huldukonan, 28.5.2008 kl. 05:38
Huldukona: Jafnvel svo, af hverju ætti hann ekki að segjast vera með neitt meira margoft þegar hann er með eitthvað, þó það séu ekki nema lyklar?
Ef hann hafi ekki verið með ránsfeng hefur hann þá verið með síma eða eitthvað álíka, er það ekki? Af hverju ætti hann að taka símann upp, en skilja lyklana eftir og segjast ekki vera með neitt?
Gunnar Gylfason, 28.5.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.